Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasviði Háskóla Ísland og formaður Hins íslenzka ástarrannsóknarfélags, hefur rannsakað marga ólíka anga ástarinnar. Í nýjustu rannsókn sinni talaði hún við fimmtán fráskildar framakonur um leit þeirra að nýrri ást eða sambandi. Þar kemur ekki einungis fram að markaðurinn svokallaði hefur breyst heldur einnig þarfir þeirra sem á hann sækja. Nú, á tímum stefnumótasnjallforrita, hafa stefnumótavenjur breyst, markaðurinn er opnari en áður, en það virðist vera minna um traust auk þess sem þar ríkja margar mótsagnir. Við fengum Berglindi til að segja okkur frá þessari rannsókn og niðurstöður hennar í þættinum í dag.
Við forvitnuðumst aðeins um skötu og skötugerð í þættinum í dag. Hvernig er skatan best? Við hringdum í Svein Guðbjartsson hjá Lionsklúbbi Ísafjarðar, en klúbburinn hefur í mörg ár verkað og selt skötu og aðferðin er byggð á gömlum vestfirskum grunni og stuðst er við áratuga gamla kæsingaraðferð.
Borgarbókasafnið Gerðubergi hefur fengið nýja ásýnd og umbreyst í ævintýraheim byggðan úr mörgum þúsunda bóka. Í þessum dularfulla bókaheimi býr Gerðubergur gamli, aðalpersónan í ráðgátunum þremur, Ævintýraráðgátunni, Vísindaráðgátunni og Hrollvekjuráðgátunni. Þín eigin bókasafnsráðgáta er sem sagt ratleikur fyrir alla fjölskylduna sem verður opin milli jóla og nýjárs og alveg fram í apríl og það er ókeypis inn. Við hittum Svanhildi Höllu Haraldsdóttur og Ilmi Dögg Gísladóttur sem sögðu okkur frá sýningunni.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON