Mannlegi þátturinn

Atvinnuleit, Jón Magnús og Eyjaa systur


Listen Later

Við fræddumst í dag um námskeið um það sem hafa ber í huga við atvinnuleit. Hvernig á að gera áhugavekjandi ferilskrá og kynningarbréf. Hvernig er best að undibúa sig fyrir atvinnuviðtal og svo líka hvar er best að leita að starfi við hæfi? Einar Sigvaldason, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi stýrir námskeiðinu Að skara fram úr í atvinnuleit á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Við fengum hann til að segja okkur betur frá því hvernig er best að bera sig að í atvinnuleitinni.
Jón Magnús Kristjánsson læknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttökum Landsspítalans hætti í vinnunni og fylgdi hjarta sínu yfir í annað eftir að hafa leitað til og unnið með markþjálfa. Jón kom í þáttinn og sagði okkur frá þessu ferðalagi sínu og hans leit að starfsánægju með hjálp markþjálfa. Jón er meðal fyrirlesara á Markþjálfunardögunum sem verða í næstu viku, 1. og 2. febrúar.
Við hringdum svo til Danmerkur og heyrðum í systrunum Brynju Mary og Söru Victoriu Sverrisdætrum, en þær munu taka þátt í dönsku undankeppninni fyrir Eurovision þann 11.febrúar næstkomandi. Þær eru 19 og 17 ára en eru samt komnar með talsverða reynslu, Brynja tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með frumsamið lag og þær eru á samningi hjá Universal útgáfunni þar sem þær hafa gefið út nokkur lög og þær hafa verið með annan fótinn í Los Angeles undanfarið. Við kynntumst Brynju og Söru betur í þættinum og heyrðum lagið sem þær keppa með í dönsku undankeppninni, I Was Gonna Marry Him.
Tónlist í þættinum í dag:
Egils Appelsín / Spilverk Þjóðanna (Spilverk Þjóðanna)
Sinking stone / Alison Krauss og Union Station (Lister)
Our house / Crosby, Stills & Nash (Graham Nash)
I was gonna marry him / Eyjaa (Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners