Bækur koma mjög við sögu í Víðsjá í dag. Rætt verður við Einar Má Guðmundsson um nýja ljóðabók hans, Til þeirra sem málið varðar. Rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson heimsækir Víðsjá í dag en hann sendi nýverið frá sér skáldsöguna Seltu (apókrýfu úr ævi landlæknis). Sölvi les úr verkinu fyrir hlustendur og segir frá bókinni sem gerist skömmu fyrir miðja nítjándu öld víða um land en einnig á meginlandi Evrópu. Maríanna Clara Lúthersdóttir rýnir í nýtt sagnasafn Gyrðis Elíassonar sem ber heitið Skuggaskip en hér er á ferðinni tíunda smásagnasafn Gyrðis. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Hans Blær eftir Eirík Örn Norðdahl. Eiríkur segir frá verkinu í Víðsjá í dag og les brot úr bókinni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.