Mannlegi þátturinn

Bændasamtökin, Ungliðahreyfing Amnesty og ókeypis sumarnámskeið Okkar heims


Listen Later

Bændasamtök Íslands standa að herferðinni - Við erum öll úr sömu sveit - þessa dagana. Beinir snertifletir almennings við bændur og matvælaframleiðslu eru færri en áður sem óhjákvæmilega bitnar á tengslum og innsýn. Samtökin vilja minnka bilið milli bænda og þjóðarinnar og opna faðminn og samtal við þjóðina. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna var hjá okkur í dag og sagði betur frá þessu.
Svo kynntum við okkur starfsemi Ungliðahreyfinar Amnesty International, sem er er félagsskapur fyrir ungt fólk á aldrinum 14 til 25 ára. Hlutverk hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mannréttindabrotum um allan heim. Heiðrún Vala Hilmarsdóttir og Cynthia Anne Namugambe, úr Ungliðahreyfingunni og Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðarstjóri Íslandsdeildar Amnesty International sögðu okkur allt um þetta í þættinum.
Að lokum fræddumst við um Okkar heim og ókeypis sumarnámskeið fyrir börn foreldra sem glíma við geðrænan vanda. Okkar heimur er stuðningsúrræðið sem stendur að þessum námskeiðum auk annars fræðslu- og stuðningsstarfs fyrir þennan hóp barna, en eitt af hverjum fimm börnum í heiminum á foreldra með geðrænan vanda. Sigríður Gísladóttir, framkvæmdastjóri Okkar heims, og Þórunn Edda Sigurjónsdóttir, félagsráðgjafi, komu í þáttinn.
Tónlist í þættinum í dag:
Sólarsamba / Bræðrabandalagið (Magnús Kjartansson, texti Halldór Gunnarsson)
Sólarlag / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir, texti James G. Johnson)
Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
Sól mín sól / Anna Pálína Árnadóttir (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners