Álhatturinn

Bandaríkin leyfðu árásinni á Pearl Harbor að gerast til að hafa ástæðu til að taka þátt í seinni heimstyrjöldinni


Listen Later

Eitt fjölmargra menningarlegra stórvirkja hins kyngimagnaða og vanmetna leikstjóra, Michael Bay, er kvikmyndin Pearl Harbor. 

Kvikmynd sem lýsir því á dramatískan og stórfenglan hátt hvernig Bandaríkin drógust inn í seinni heimsstyrjöldina eftir árás Japana á herstöðina Pearl Harbor þann 7. Desember 1941. 

Árásin þótti mjög óvænt, rétt eins og þruma úr heiðskýru lofti og kom Bandaríkjamönnum og heimsbyggðinni allri i opna skjöldu. Aldrei hefði nokkurn Bandaríkjamann grunað að ráðist yrði á flotastöð hersins, hvað þá svona rétt í bakgarðinum heima fyrir. Rúmlega 3400 mans féllu í árásinni sem vakti upp mikla reiði og ótta hjá Bandarísku þjóðinni. 

Franklin D. Rooseveltuk þ Bandaríkjaforseti, sem hafði verið kjörinn m.a vegan loforða um að Bandaríkin myndu ekki láta draga sig út í þáttöku í stríðinu varð að bregðast skjótt við og sýna að Bandaríkin væru engar undirlægjur sem létu vaða yfir sig á skítugum skónum. 

Bandaríkin brugðust því skjótt og örugglega við og svöruðu fyrir árásirnar af fullum krafti. Stuðningur við þáttöku í stríðinu rauk upp meðal almennings og nýskráningum í herinn fjölgaði svo um munaði. 

Efnahagurinn sem hafði verið í tómu tjóni og algjöru rugli allt frá kreppunni miklu tók skyndilega mikla hreppstjórabeygju og einhver mesta efnahagslega velsæld sögunnar tók við af harðindum og eymd.

Mikið atvinnuleysi hafði plagað þjóðina og nú rétt einsog hendi væri veifað var það orðið að engu og allir sem á annaðborð höfðu áhuga á að vinna gátu fengið vinnu og FDR var endurkjörinn forseti með yfirburðum. Oftar en einusinni. Enginn Bandaríkjaforseti hefur setið jafn lengi á valdastóli eða náð viðlíka vinsældum og Franklin D. Roosevelt.

En getur virkilega verið að árás Japana hafi komið Bandaríkjunum í algjörlega opna skjöldu? Grunaði engan í hernum eða stjórninni nokkurn skapaðan hlut? Heyrst hefur að viðvaranir hafi borist frábæði Kínverjum og Rússum auk þess er starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Japan hafði virðað áhyggjur sínar af því að Japanir hygðust ráðast á bandaríska herstöð. 

Dulkóðunar g dulmálssérfræðingar innan hersins höfðu ráðið í skeytasendingar Japana og einhverjir vilja meina að það sé ekki nokkur leið að Bandaríkin afi ekki vitað af hinni yfirvofandi árás. 

Til eru sagnfræðingar sem segja að bandaríski rauði krosinn hafi flutt gífurlegt magn líkpoka, blóðbyrgða og lyfja til Hawaii á dögunum fyrir árásirnar og þá hefur það vakið mikla furðu Álhatta að stærstu flugmóðuskip Bandaríkjanna hafi skyndilega verið flutt úr höfn rétt áður en árásirnar urðu. Tilviljun? 

Guðleg íhlutun eða var það gert af yfirlögðu ráði í ljósi þess sem koma skyldi.Þetta og svo margt fleira áhugavert og skemmtilegt í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar em þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða þá áhugaverðu samsæriskenningu að Bandaríkin hafi leyft árásunum á Pearl Harbor að gerast svo þau hefðu ástæðu til þess að taka þátt í seinni heimsstyrjöldinni.

HLEKKIR Á ÍTAREFNI:

  • https://youtu.be/JBDbrf6Nktk?si=ddKqySFqW1Y-TE85
  • https://www.youtube.com/watch?si=qSu_w2ec0286h-h6&v=lK8gYGg0dkE&feature=youtu.be
  • https://y2mate.nu/en-NLKu/

Support the show

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

ÁlhatturinnBy Álhatturinn

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Álhatturinn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

152 Listeners

ILLVERK Podcast by Inga Kristjáns

ILLVERK Podcast

125 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

129 Listeners

FM957 by FM957

FM957

29 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

27 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

15 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

15 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners