Víðsjá

Bára Gísladóttir, Þjóðbúningagerð, Hljóðbæn Hversdagssafnsins


Listen Later

Í Hallgrímskirkju á laugardagskvöld verður flutt tónverkið Víddir eftir Báru Gísladóttur. Víddir er samið fyrir níu flautur, rafbassa, kontrabassa og þrjá slagverksleikara og í lýsingu segir að það skarti hugmyndum um áferð og víddir þar sem mismunandi efni renna saman í eitt. Bára verður gestur Víðsjár í dag.
Í síðustu viku ræddum við hér í Víðsjá við Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, fornleifafræðing, um íslenskar fornleifar sem hafa í gefnum tíðina ratað á söfn í Bretlandi. Meðal þeirra gripa sem við Guðrún ræddum var brúðarbúningur sem er í geymslu í Victoria & Albert safninu í London. Til er nákvæm eftirlíking af þessum búning á saumastofu sem einnig er safn, sem áður var vélaverkstæði, í Hafnafirði. Meira um það hér undir lok þáttar þegar við hittum hjónin Guðrúnu Hildi Rosenkjær, klæðskera og safnfræðing, og Ásmund Kristjánsson, vélvirkja og gullsmið.
Og við fáum sendingu frá Hversdagssafninu á Ísafirði. Frá því Spæjarastofa Hverdagssafnsins flutti síðasta pistil fyrir tveimur vikum hefur heimurinn eins og við þekkjum hann tekið stakkaskiptum. Vanmáttug horfum við á stríð í Evrópu og vitum varla okkar rjúkandi ráð. Í aðstæðum sem þessum finnst meðlimum Spæjarastofunnar eins og orðin verði ómerkileg, en á sama tíma segjast þær vita að orðin skipta máli - því þögnin éti málstaði og þjáningar. Í þetta sinn fjalla viðmælendur þeirra um vonir, stríð og huggun í fjölradda hljóðbæn handa hrjáðum heimi.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

90,884 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

19 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

15 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners