Víðsjá

Barbara Hannigan og Elli Egilsson


Listen Later

Líklega er stærsta einstaka stjarnan sem heimsækir Listahátíð Reykjavíkur að þessu sinni kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan sem stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum á föstudagskvöld og á laugardag. Sem söngkona þykir Hannigan ekkert minna en undur þegar kemur að tækni og hæfileikum en hún er líka rísandi stjarna í heimi hljómsveitarstjóra á heimsvísu. Efnisskráin er einkar forvitnileg og safarík en Hannigan stjórnar hljómsveitinni og hefur síðan upp rödd sína frá stjórnendapallinum í sumum verkanna. Guðni Tómasson hitti Barböru Hanningan eftir æfingu í vikunni og við helgum henni síðari hluta þáttarins í dag.
Víðsjá fer líka á fund við listmálarann Ella Egilsson sem er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en hefur starfað síðustu misseri í Los Angeles og Las Vegas, þar sem hann er búsettur. Elli opnaði í Þulu gallerý myndlistarsýninguna NEVADA sem er heimaríki hans þar sem Las Vegas er staðsett í miðri eyðimörkinni. Myndirnar eru unnar eftir ímynduðum myndformum íslenskrar náttúru, eins og hún formast í skapandi hugsun og minningum, pensillinn látinn ráða för og verkin máluð á draumkenndan hátt með heimagerðum olíulitum. Landslagsverkin á sýningunni NEVADA einkennast af nákvæmni í framsetningu áferðar og litameðferðar. Elli leitast við að sýna sterkbyggð form landslagsins, en úr þeim hefur hann þróað samfellda seríu málverka, sem byggir jafnt á stórbrotnu landslagi óbyggða Íslands sem og mýkt og mismunandi áferðum ósnortinnar náttúru.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

90,884 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

19 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

15 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners