Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Barða Jóhannsson tónlistarmann en í síðustu viku kom út plata sem hefur að geyma tónlist sem Barði samdi við kvikmyndina Agony eftir ítalska kvikmyndaleikstjórann Michele Civetta. Einnig verður fjallað um nýútkomna bók um Kúbudeiluna og þýsku messó-sópransöngkonunnar Christu Ludwig minnst, en hún lést nú á dögunum á tíræðisaldri. Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um leikritið Nashyrningana eftir fransk-rúmenska leikskáldið Eugéne Ionesco sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Og óslípaði tónlistardemanturinn There's a Riot Going on með bandarísku hljómsveitinni Sly and the Family Stone verður í brennidepli í tónlistarhorninu Heyrandi nær, en á þessu ári eru fimmtíu ár liðin frá útgáfu þessarar tímamótaplötu.