Mannlegi þátturinn

Barnakvikmyndahátíð, vinkill um fráveitu og Stefán Halldórsson lesandinn


Listen Later

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í næstu viku. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga. Þarna verða sýndar alþjóðlegar verðlaunamyndir fyrir alla fjölskylduna og opnunarmynd hátíðarinnar í ár er ævintýra og fantasíumyndin Flow, sem vann dómnefndar og áhorfendaverðlaun á Annecy teiknimynda hátíðinni í ár. Myndin er án tals og hefur verið kölluð ein byltingarkenndasta teiknimyndin síðan Bambi kom út. Lísa Björg Attensperger, stjórnandi hátíðarinnar og Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíó Paradís komu í þáttinn.
Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkillinn fjallaði að þessu sinni um fráveitumannvirki, sem eru pistlahöfundi hugleikin nú í þíðunni, hann velti fyrir sér ýmsum tæknihugtökum og bregðum á leik með samanburði á slíkum fyrirbærum milli þjóða sem hafa marga eða fáa íbúa á ferkílómeter. Að lokum kom svolítil tilvitnun í Innansveitarkróníku Halldórs Laxness.
Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Stefán talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi, e.
Þú ringlaði karlmaður – tilraun til kerfisuppfærslu e.
Bernskubók e. Sigurð Pálsson
Það liðna er ekki draumur e.Theodor Kallifatides
Staðurinn e. Annie Ernaux
Veröld sem var e. Stefan Zweig
Söknuður e. Matthías Johannessen
Þríleikurinn Gangvirkið (1955), Seiður og hélog (1977), Drekar og smáfuglar (1983) e. Ólaf Jóhann Sigurðsson
Tónlist í þættinum í dag:
Stundum / Moses Hightower (Andri Ólafsson, Magnús Trygvason Eliassen og Steingrímur Karl Teague)
Grýla / Hrekkjusvín (Leifur Hauksson, texti Pétur Gunnarsson)
Oh Happy Day / Edwin Hawkins Singers (Edwin Hawkins)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners