Mannlegi þátturinn

Berent Karl, Raufarhöfn og hópefli


Listen Later

Berent Karl Hafsteinsson lenti í mótorhjólaslysi fyrir næstum þrjátíu árum, þá rétt um tvítugt, og þar með breyttist líf hans á einu andartaki. Það brotnuðu 47 af 206 beinum í líkama hans og honum var haldið sofandi í þrjár vikur á gjörgæslu. En þrátt fyrir þessi alvarlegu meiðsli og eftirmála sem hann er að glíma við enn þann dag í dag þá missti hann ekki móðinn og hefur farið í skóla að tala við krakka sem eru að ljúka grunnskóla um umferðaöryggi, þar sem hann segir sína reynslusögu. Berent kom í þáttinn og sagði sögu sína og frá sínu starfi sem umferðaforvarnarfulltrúi.
Árið 2012 var Raufarhöfn partur af verkefninu Brotthættar byggðir en nú er því verkefni lokið þar og á íbúaþingi 2019 voru samþykktar ályktanir um að halda áfram að gera Raufarhöfn að öflugum bæ. Það á að gera höfnina aðgengilega fyrir ferðamenn og vinna áfram með hugmyndir tengdum heimskautsbaugnum sem aðdráttarafl. Við hringdum í Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur, formann Hverfisráðs Raufarhafnar í þættinum í dag.
Við fengum í dag að heyra fimmtu hugvekju Steinars Þórs Ólafssonar í röðinni sem hann kallar Kontóristinn. Í þetta sinn velti hann fyrir sér fyrirbærinu hópefli. Hvað er hópefli? Virkar það móralskt umfram þann tíma sem hópeflið varir? Steinar Þór ræddi við Magnús Sigurjón Guðmundsson sem hefur í rúm 10 ár rekið Fúll á móti sem sérhæfir sig í framkvæmd og skipulagningu á starfsdögum, liðsheildarvinnu og hópefli fyrir fyrirtæki og stofnanir.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners