Bjargey Kristjánsdóttir, sem vanalega gekk undir nafninu Bíbí í Berlín,var fædd á kotbýlinu Berlín rétt fyrir utan Hofsós árið 1927 og var úrskurðuð fljótlega á fyrsta ári ?fáviti? eins og það var nefnt á fyrri hluta 20. aldar. Eftir lát móður sinnar, þegar Bíbí var um þrítugt, var hún flutt gegn vilja sínum á elliheimilið á Blöndósi. Þar dvaldi hún í tæp 20 ár eða þar til að hún flutti inn í þorpið þar sem hún bjó í skjóli vina um hríð en endaði ævi sína á elliheimilinu þar sem hún lést árið 1999. Bíbí lét eftir sig sjálfsævisöguhandrit, handrit sem þær Guðrún Valgerður Stefánsdóttir prófessor í fötlunarfræði og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur, hafa ásamt öðrum stúderað síðustu misseri, en handritið verður gefið út í vor, í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar
Þær Sólveig og Guðrún verða gestir okkar hér á eftir.
Borgarbókasafnið Spönginni í Grafarvogi sýnir nú þennan mánuðinn myndlistarsýninguna Endurkast. Í litlum sal og um allt bókasafnið hanga olíumyndir af mannslíkömum, draumkenndar myndir sem bjóða fólki á stefnumót við fjölbreytta flóru fólks. Listamaðurinn er Camilla Reuter, hún á rætur sínar að rekja til Finnlands. Hún hefur verið búsett hér í mörg ár, útskrifaðist frá myndlistardeild LHÍ árið 2017. Camilla vinnur tilfinningaleg verk út frá persónulegu lífi sínu og notar gjarnan vini og fjölskyldu sem myndrænan innblástur fyrir verkin. Víðsjá lítur inn á sýninguna Endurkast og ræðir við listamanninn.
Og Selma Reynisdóttir flytur okkur þriðja pistilinn af fjórum um Dans á tímum dansbanns. Pistlarnir skoða dans þegar ekki má dansa og hafa meðal annars skoðað hliðstæður samkomutakmarkana og óbeit kirkjunnar á dansi í kringum siðbót Íslendinga á 16.öld. Í þessum pistli snýr Selma sér að stöðu danslistar og kjarabaráttu dansara síðastliðin tvö ár.