Þeir Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason voru föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn. Björgvin Pál þekkjum við auðvitað sem landsliðsmarkmann í handbolta þar sem hann hefur á mjög líflegan hátt varið mark Íslands með mikilli innlifun í mörg ár. Hann hefur verið atvinnumaður erlendis í árafjöld en steig fram í haust og talaði um að hann hefði rekist á vegg og segist hafa látið í langan tíma látið einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Hann var nýlega búinn að lesa bók Sölva, Á eigin skinni, þar sem hann tengdi sterkt við reynslusögu Sölva. Björgvin hafði samband við Sölva og saman skrifuðu þeir bókina Án filters, þar sem Björgvin talar opinskátt um þá stöðu sem hann var kominn í og vonast til að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu með bókinni.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn fræddi hún okkur um hvað er gott að bjóða uppá í áramótapartýi.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON