Björk Guðmundsdóttir verður gestur Víðsjár í dag. Björk hefur þegar gefið út þrjú lög af væntanlegri plötu, Fossoru. Við ræðum þessi lög í dag, en líka plötuna í heild sinni, hvaða fræ gáfu henni líf, hvaða tilfinningar gáfu henni kjöl og hvaða taktar komu henni á flug.
Björk segir okkur frá óendanlega skapandi ferli við hljóð- og myndheim plötunnar, hlátursköstum og náttúrunni á Þingvöllum, hljóminum í sorginni, tengingunni við gabba-taktinn, vindmyllum og vonbrigðum, frægð í æsku, tilfinningahnitum og ástarlögum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir