Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Björk Þorgrímsdóttur ljóðskáld sem í gær hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Augasteinn. Björk segir frá og les ljóðið fyrir hlustendur í þætti dagsins. Snæbjörn Brynjarsson leikhúsgagrýnandi þáttarins fjallar um sviðslistaverkið Eyður sem leikhópurinn Marmarabörn frumsýndi í Þjóðleikhúsinu á dögunum. Auður Jónsdóttir rithöfundur heldur áfram að ávarpa framtíðina í upphaf nýs áratugar, og spyrja: Hvað nú? Í pistlaröð sem hún nefnir Bréf til sonar. Fyrirsögn pistilsins í dag er: Þegar börnin fá pennann, Auður ræðir í pistlinum við son sinn og ólétta stjúpdóttur um framtíðina. Og í Víðsjá í dag verða einnig skoðaðar nokkrar plötur sem enginn vildi þegar forvitnilegir kassar úti á gangi í Útvarpshúsinu verða skoðaðir með aðstoð góðs fólks.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson