Mannlegi þátturinn

Björn Elí og ME taugasjúkdómurinn, alþjóðleg píanókeppni og síðasta póstkortið


Listen Later

Við fræddumst um ME taugasjúkdóminn í dag og um sögu Björns Elí Jörgensen Víðissonar, en hann er 24 ára gamall og greindist með ME árið 2021. Það gæti komið einhverjum á óvart að hann hafi greinst svona ungur með ME, en þessi taugasjúkdómur getur þróast hjá einstaklingum á hvaða aldri sem er. Við tókum nýlega viðtal við Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfara sem glímir við ME í kjölfar langtíma Covid, en það hefur orðið algeng kveikja ME í kjölfar heimsfaraldursins. Björn Elí sagði okkur meira frá ME og sína reynslusögu í þættinum í dag.
Fyrsta alþjóðlega píanókeppnin á Íslandi fer fram í Salnum í Kópavogi í ágúst. Með því að halda keppnina hérlendis er verið að bjóða upp alþjóðlegan vettvang þar sem næsta kynslóð hæfileikaríkra píanóleikara á aldrinum 10-25 ára getur látið ljós sitt skína og byggt upp tengsl við annað tónlistarfólk og kennara alls staðar að úr heiminum. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari og forseti WPTA samtakanna á Íslandi sagði okkur betur frá keppninni í þættinum í dag.
Við fengum svo póstkort í dag frá Magnúsi R. Einarssyni og í dag var komið að síðasta póstkorti Magnúsar til hlustenda og hann kvaddi hlustendur með því að segja aðeins frá ferli sínum hjá útvarpinu. Hann sagði líka frá því sem hann hefur verið að fást við eftir að fastri vinnu lauk fyrir einum sjö árum.
Tónlist í þættinum í dag:
Kartöflur / Sigurður Halldór Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson)
Fjólublátt flauel / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)
Rigning og súld / KK (Kristján Kristjánsson, texti Eyþór Gunnarsson og Kristján)
Simple Pleasures / Blood Harmony (Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners