Mannlegi þátturinn

Bleika slaufan, matvendi og Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn


Listen Later

Hið árlega árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins Bleika slaufan hófst í vikunni. Slagorðið í ár er Sýnum lit, en Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Við fengum þær Ásdísi Ingólfsdóttur, framhaldsskólakennara og rithöfund, sem greindist með brjóstakrabbamein í tvígang með fimm ára millibili, og Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, í þáttinn til að fræða okkur um átakið í ár.
Matvendni hjá börnum er algeng og yfirleitt í hámarki á leikskólaaldri. Oft einskorðast fæðuvalið við fáar eða einhæfar fæðutegundir og skortir fjölbreytileika, ekki síst er varðar fjölda tegunda og magn af grænmeti og ávöxtum. Við töluðum við Berglindi Lilju Guðlaugsdóttur doktorsnema í Heilsueflingu í þættinum í dag en hún sagði okkur frá doktorsrannsókn sinni Bragðlaukaþjálfun: Fæðumiðuð íhlutun í leikskólum með þátttöku leikskólastarfsfólks og foreldra. Hún vann að svipaðri rannsókn meðal grunnskólabarna á yngsta stigi með Önnu Sigríði Ólafsdóttur prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Niðurstöður þeirrar rannsóknar verða kynntar á Menntakvikudögum sem fara fram 6. og 7. október.
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10.október ár hvert víðsvegar um heiminn. Markmiðið er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Við fengum þau Guðrúnu Stellu Ágústsdóttur og Orra Hilmarsson til að fræða okkur frekar um alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn, en slagorð dagsins í ár er Geðheilbrigði að góðri heilsu.
Tónlist í þættinum í dag:
Er hann birtist / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
Besame mucho / Cesaria Evora (Consuela Velazquez)
Harvest Moon / Krummi, KK, Ragnheiður Gröndal (Neil Young)
Lífið / Heiða Halls (Sigríður Heiða Hallsdóttir)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners