Guðrún Lárusdóttir var önnur konan sem var kosin á alþingi (1880-1938). Hún sat einnig í bæjarstjórn og sat í fátækranefnd á bæjarstjórnarárunum. Guðrún og maður hennar eignuðust 10 börn, þrjú þeirra dóu í bernsku og tvær dætur drukknuðu með móður sinni í bílslysi árið 1938. Guðrún var virkur rithöfundur og skrifaði smásögur og stærri verk. Einnig skrifaði hún mikið í blöð og hélt ræður við ýmis tækifæri. Málfríður Finnbogadóttir, höfundur bókarinnar kom í þáttinn í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Andrés Jónsson almannatengill. Við fengum að vita hvaða bækur eru á nátttborðinu hjá honum og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON