Mannlegi þátturinn

Bók um markþjálfun, Geðverndarfélagið 70 ára og kórstjóri í fjárhúsi


Listen Later

Matilda Gregersdotter og Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir voru að gefa út bók til þess að lýsa því hvernig aðferð markþjálfunar ýtir undir og aðstoðar við andlega vellíðan og uppbyggingu á einstaklingnum. Bókin heitir Markþjálfun umturnar. Hún inniheldur kafla með frásagnir og lýsingar á því hvernig hægt er að nýta aðferðir markþjálfunar inni í lærdómsumhverfið, eins og skólum. Þær Matilda og Ásta Guðrún komu í þáttinn og sögðu frekar frá þessu.
Geðverndarfélag Íslands verður 70 ára á föstudaginn. Félagið var stofnað af áhugafólki um geðheilbrigði, sérstaklega um forvarnir og fræðslu. Stofnendurnir komu úr hópi geðlækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, iðju- og sjúkraþjálfara, presta, aðstandenda og annars áhugafólks. Félagið rak um árabil tvö vernduð heimili fyrir geðfatlaða ásamt áfangaheimili fyrir geðsjúka eftir útskrift af geðdeild. Breytt lagaumhverfi og aðkoma ríkis og sveitarfélaga varð til þess að félagið hætti þessari starfsemi og einbeitir sér nú að fræðslu og fyrirbyggjandi starfi fyrir mæður á meðgöngu og börn á fyrstu árum lífsins. Við fengum Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóra félagsins og Gunnlaugu Thorlacius formann þess í þáttinn í dag.
Hjónin Viðar Guðmundsson og Barbara Guðbjartsdóttir búa í Miðhúsum í Kollafirði með margt fé, nokkra nautgripi, hænur, hunda og ketti. Bæði stunda þau fulla vinnu utan búsins, Barbara vinnur í Grunnskóla Hólmavíkur en Viðar stjórnar kórum norðan og sunnan heiða. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Viðar í fjárhúsunum í Miðhúsum og fékk hann til að segja frá tónlistarnáminu og kórastarfinu.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

15 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

8 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners