Mannlegi þátturinn

Bók um snjóflóðin, netgöngutúr og jólaveðrið


Listen Later

16.janúar 1995 féll snjóflóð á þorpið í Súðavík á meðan flestir íbúar voru í fastasvefni. Í blindbyl og svartamyrkri hóf heimafólk að leita að sínum nánustu við hrikalegar aðstæður. Tveimur dögum seinna féll annað mannskætt snjóflóð á sveitabæinn Grund í Reykjhólasveit. Egill Fjeldsted sagnfræðingur skrifaði bókina Þrekvirki sem er nýkomin út. Hún er að stórum hluta byggð á viðtölum við 40 manns, sem annað hvort voru á heimilum sínum þegar flóðin skullu á þeim, eða tóku þátt í björgunarstörfum. Egill kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá bókinni.
Ferðaþjónustufyrirtækið Your Friend in Reykjavik býður upp á skemmtilega jólagöngutúra nú í desember. Þetta er í annað árið í röð sem þessi ferð er í boði en í fyrra fór Valur Heiðar Sævarsson leiðsögumaður og eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins ótroðnar slóðir og hélt vefgönguleiðsögn í beinni á netinu um miðbæ Reykjavíkur. Göngutúrinn vakti gífurlega lukku og fylgdust mörg þúsund manns víðs vegar að úr heiminum með streyminu. Í ár verður göngutúrinn með svipuðu sniði þar sem gestum er sagt frá íslenskum jólahefðum og jólahaldi. Við töluðum við Val Heiðar í þættinum.
Við hringdum í Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing í þættinum og spurðum hann út í jólaveðrið. Verða rauð eða hvít jól? Hvernig hefur veðrið í haust og vetur verið í samanburði við önnur ár? Og hvað er hægt að sjá langt fram í tímann í veðurspám? Einar fræddi okkur um veðrið í þættinum í dag.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners