Umboðsmaður barna birtir nýlega upplýsingar um fjölda barna sem bíða eftir margvíslegri þjónustu í heilbrigðiskerfinu í samvinnu við ýmsa aðila. Á síðustu misserum hefur umboðsmaður barna ítrekað bent á það óásættanlega úrræðaleysi að börnum í leit að nauðsynlegri þjónustu sé vísað á biðlista og jafnvel vísað frá. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, kom í þáttinn í dag og fór með okkur yfir stöðuna.
Hjónin Ásta Þórisdóttir og Svanur Kristjánsson festu kaup á gömlu húsi á Hólmavík sem venjulega er kallað Sýslið. Í kjallara hússins hafa þau meðal annars komið fyrir svokölluðu fablabi og aðstöðu fyrir ýmiskonar námskeið. Kristín Einarsdóttir fór í heimsókn til þeirra hjóna og fékk að fræðast um ýmislegt sem þau hafa tekið sér fyrir hendur og hvernig þau hugsa sér að nýta aðstöðuna fyrir samfélagið.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON