Víðsjá

Brek, arkitektúr í LHÍ og Sólhvörf


Listen Later

Víðsjá 9.9.2020
Þjóðlagasveitin Brek kemur í heimsókn í Víðsjá í dag og það liggur við að slegið verði upp hlöðuballi í hljóðveri. Brek leikur lög fyrir hlustendur og segir frá eigin starfi, en sveitin tekur núna þátt í verkefni sem heitir Global Music Match og ætlað er að tengja saman tónlistarmenn sem vinna á svipuðum nótum í veröldinni. Einnig verður í Víðsjá rætt við Hildigunni Sverrisdóttur nýskipaðan deildarforseta Arkitektúrdeildar við Listaháskóla Íslands. Hildigunnar bíða spennandi tímar með nemum skólans en jafnframt miklar áskoranir, á tímum þegar loftslagsbreytingar móta það hvernig við byggjum og búum.
Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er furðusagan eða glæpafantasían Sólhvörf eftir Emil Hjörvar Petersen sem kom út hjá Bjarti árið 2017 og er önnur bókin í bókaflokki sem gerist jöfnum höndum í mannheimum og hulduheimum. Aðalpersónurnar eru mæðgurnar Bergrún og Brá sem vegna yfirnáttúrulegra hæfileika sinna eru fengnar til að aðstoða við rannsókn glæpamáls sem teygir anga sína til hulduheima, nánar tiltekið til Grýlu gömlu og jólasveinanna sem hér hafa svoítið annað yfirbragð en í vinsælum jólakvæðum. Rætt verður við Emil Hjörvar í Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

91,010 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

16 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners