Þær stöllur Bryndís Jónsdóttir og Svanhildur Eiríkisdóttir halda úti hlaðvarpinu Af hverju vissi ég það ekki. Þar taka þær fyrir málefni sem ekki er venjulega fjallað mikið um og nú nýlega hafa þær verið með sex þætti um Breytingaskeiðið, fimm um breytingaskeið kvenna og einn um breytingaskeið karla. Við ræddum við þær Bryndísi og Auði í þættinum í dag.
Það ætti ekki að þurfa að kynna þá kumpána Örn Árnason, leikara, grínara og söngvara og Óskar Pétursson söngvara. Þeir hafa þekkst í um tuttugu ár, kynntust á tónleikum Álftagerðisbræðra og fundu fljótt út að þeir áttu til dæmis vel saman í húmor auk söngsins. Þeir verða með tónleika um helgina í tilefni Sjómannadagsins og við forvitnuðumst um þá félaga í þættinum í dag, Örn var hjá okkur í hljóðveri í Efstaleitinu og Óskar var í hljóðveri RÚVAK fyrir norðan.
Laugardaginn 19. júní verður haldið málþing í Skálholti sem ber yfirskriftina Biskupsfrúrnar í Skálholti. Þar munu þau Hildur Hákonardóttir listakona og rithöfundur og Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup fjalla um biskupsfrúrnar í Skálholti en Hildur skrifaði einmitt bækurnar Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? Boðið verður upp á hádegisverð í anda fyrri alda, sögugöngu og líflegar umræður. Daginn áður, þann 18. júní verður einnig viðburður í Skálholti þar sem efnt verður til gönguferðar í minningu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups. Margrét Blöndal fór í menningarheimsókn til Sr. Kristjáns Björnssonar vígslubiskups í Skálholti í þættinum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON