Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Brynjar hefur lengi staðið í stappi við íþróttahreyfinguna. Nú hefur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins gert úttekt á þjálfunaraðferðum Brynjars og sent hana á Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands. Brynjar er allt annað en sáttur við skýrsluna sem hann segir að sé glæpsamlega illa unnin. Þar hafi verið lagt af stað með fyrirfram ákveðna niðurstöðu og að í engu hafi hlutleysis verið gætt. Hann fer ítarlega yfir málið í þessu viðtali.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.Fylgdu okkur á Facebook: https://www.facebook.com/brotkast.is
Fylgdu okkur á YouTube: https://www.youtube.com/@brotkast_
Fylgdu okkur á Instagram: https://www.instagram.com/brotkast.is/
Fylgdu okkur á Twitter: https://twitter.com/brotkasttv
Brotkast á vefnum: https://brotkast.is