Í þessum fyrsta þætti Hluthafaspjallsins á Brotkast.is fara þeir félagar Jón G Hauksson og Sigurður Már Jónsson hispurslaust yfir málin og það sem efst er á baugi í efnahagslífinu og skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Þeir ræða um gullvinnslu á Grænlandi og auðvitað mál málanna; kosningarnar á laugardag. Þá ræða þeir einnig verðbólguna, vextina, nýgerða samninga lækna og hjúkrunarfræðinga og viðræðurnar við kennara. Einnig er farið yfir kauparétti starfsmanna í fyrirtækjum og hvort slíkir samningar þjóni eigendum fyrirtækjanna; hluthöfunum. Rætt er um Alvotech, Marel, Haga í Færeyjum og afkomu stóru viðskiptabankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins – ásamt auðvitað því sem er að gerast í Bandaríkjunum sem og hugsanlegt viðskiptastríð við Evrópusambandið.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.
Fylgdu okkur á Facebook: https://www.facebook.com/brotkast.is
Fylgdu okkur á YouTube: https://www.youtube.com/@brotkast_
Fylgdu okkur á Instagram: https://www.instagram.com/brotkast.is/
Fylgdu okkur á Twitter: https://twitter.com/brotkasttv
Brotkast á vefnum: https://brotkast.is