Árni Ingólfur Halldórsson Hafstað bóndi, tal- og heyrnarmeinafræðingur, bruggari, þúsundþjalasmiður og bareigandi kíkti í heimsókn í Bruggvarpið. Árni Gæðingur eins og hann er alla jafna nefndur í daglegu tali er einn af upphafsmönnum handverksbrugg senunnar á Íslandi og óhætt að fullyrða að hann sé frumkvöðull handverksbara á landinu. Árni fer í skemmtilegu spjalli yfir víðan völl og segir strákunum frá tilurð Gæðings, Míkróbars, af hverju hann fór útí brugg og deilir með okkur leyndarmáli velgengni sinnar, sem snýr að fyrstu lögun hverrar tegundar. Ýmsir bjórar smakkaðir frá Gæðingi.