Eftir áþreifanlega fjarveru strákanna vegan verkfalla, veirufaraldurs og tæknilegrar vankunnáttu er gerð önnur tilraun við það að hefjast handa. Hér hefst bruggið. Hér er ágætt að koma með disclaimer: EF þú hlustandi góður ert nýr að bruggi er þetta ekki þátturinn fyrir þig. Þ.e. þátturinn til að læra nokkurn skapaðan hlut. Kannski er ágætt að hlusta á þennan þátt sem víti til varnaðar. En ýmislegt er smakkað, m.a. Linda collab RVK brewing og Víking, Páskagull og sitthvað fleira.
Svona smá yfirlit fyrir þá sem vilja fletta:
09:25 - Brugg Hefst – Mesking að hitastigi
23:58 – Stress moment – Allt nánast farið til andskotans
26:32 - Smá bjórsmakk og Nostalgía – Miller smakkaður
35:32 – Meskitunna hífð uppúr
39:39 – Meskitunna komin uppúr og búið að skola
43:27 – Verið að keyra upp suðu. Hvað með Humlana?
48:10 - Fyrsti skammtur kominn í.
49:05 – Suða hálfnuð eða svo
55:18 – 2/3 suðunnar lokið, skammtur 2 af humlum settur útí.
56:52 – Virtinn kældur – Smá smakk meðan beðið er.
1:03:08 – Stefán hellir eftir kælingu í gerjunarílát
1:04:12 – Strákarnir uppgötva að þeir þurftu að pitcha gerið.
1:07:35 – Uppgjör í stúdíói daginn eftir.