Áramótaþáttur Bruggvarpsins, í kitl seríunni. Spekingarnir spjalla, verulega óvarlega á köflum, um áramótin og bjórana. Smakkið er ekki af verri endanum, ChocHoHo, frá Smiðjunni, Stjörnuljós frá Borg og Smiðjunni, SkúliSkúli frá Borg, Óþekktir skógar frá Lady brewery og loks Cosmos frá Rvk Brewing. Áramótahugmyndir og uppgjör þar sem við munum ekki eftir neinu. Óábyrg áramótaheit og loforð… er það ekki alltaf þannig?