Mannlegi þátturinn

Bruna- og vinnuslysaforvarnir, Kristjana Dröfn og bananapóstkort frá Magnúsi


Listen Later

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kom í þáttinn í dag og við ræddum við hann um brunaforvarnir og í því fór hann samhengi yfir brunann sem varð í Kringlunni í júní í fyrra og hvað má læra af honum. Með honum kom Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VíS, en hún fræddi okkur um vinnuslys, öryggismál og forvarnir á vinnustöðum.
Kristjana Dröfn Haraldsdóttir jógakennari fór í þrot árið 2017 og ákvað í kjölfarið að taka heilsuna í gegn. Í dag vinnur hún sem heilsumarkþjálfi, jógakennari og nuddari og rekur fyrirtækið Nærandi líf þar sem hún hjálpar öðrum að losa sig við streitu og ná tökum á djúpri slökun. Við heyrðum hvernig hún náði að endurstilla hugsanamynstur sem hún var föst í og öðlast betra líf.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í þessu póstkorti segir Magnús af áhyggjum heimsins vegna bananaræktar sem nú er í hættu vegna þess að ósigrandi sveppur leggst á bananaplöntuna og drepur hana. Þetta er hægfara þróun en óstöðvandi hingað til. Bananinn er einn vinsælasti ávöxtur heims fyrir utan mango og epli og ef ekkert verður við ráðið þá munu bananar hverfa úr verslunum innan aldarfjórðungs.
Tónlist í þættinum í dag:
Sólarsamba / GÓSS (Magnús Kjartansson, texti Halldór Gunnarsson)
Dansað á dekki / Fjörefni (P. Nicholas, texti Ellert Borgar Þorvaldsson)
Vor í Reykjavík / Uppáhellingarnir (Andri Ólafsson, texti Þórarinn Már Baldursson)
Og co. / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners