Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Brynju Hjálmsdóttur ljóðskáld sem segir frá nýrri bók sinni, Okfrumunni. Leikritið Hamlet eftir William Shakespeare er sýnt í Þórshöfn í Færeyjum um þessar mundir, en verkið hefur aldrei áður verið sýnt í Færeyjum. Það er leikhópurinn Det Ferösche Compagnie sem stendur að uppsetningunni og færeyska þýðingin er glæný. Halla Þórlaug Óskarsdóttir brá sér í leikhús í Færeyjum og segir frá í Víðsjá í dag. Maríanna Clara Lúthersdóttir, einn af bókmenntagagnrýnendum Víðsjár, rýnir í dag í skáldsöguna Kokkál eftir Dóra Dna. Og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir heldur áfram að dansa sig í gegnum mannkynssöguna. Í dag kynnir hún rannsóknir bandarísks þjóðlagafræðings á dansi og mannkyni.