Föstudagsgesturinn í þetta sinn var kona sem landsmenn þekkja af sjónvarpsskjánum, Brynja Þorgeirsdóttir. Við þekkjum hana auðvitað úr þáttum eins og Kastljósinu, Kveiki og Orðbragði. En hún á sér aðra hlið sem fræðimanneskja, hún er með meistaragráðu í bókmenntum frá Háskóla Íslands og doktorsgráðu frá Cambridge háskólanum í Englandi og nú hefur hún söðlað um í starfi, hún er sem sagt hætt hér á RÚV og tekin við stöðu lektors í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Við spjölluðum við Brynju um lífið og tilveruna, æskuna og uppvöxtin og ferðalagið í gegnum lífið, starfsferilinn og hvernig henni líkar í nýja starfinu.
Sigurlaug Margrét kom auðvitað í matarspjallið í dag og ræddi við okkur um skötu, hnoðmör og hákarl og það er óhætt að segja að við vorum ekki sammála í því spjalli.
Tónlist í þættinum í dag:
Aðfangadagskvöld / Haukur Morthens (Stephen C. Foster og Ragnar Jóhannesson)
Close to me / The Cure (Robert Smith)
Röddin í klettunum / Gugusar (Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir)