Mannlegi þátturinn

Búseti, fugladauði og póstkort frá Magnúsi


Listen Later

Það er mikið talað um ástandið á húsnæðismarkaðinum og svona í ljósi þess kynntum við okkur Húsnæðissamvinnufélagið Búseta sem var stofnað árið 1983 með norrænar fyrirmyndir að leiðarljósi. Hvernig gengur að reka slíkt félag meðan húsnæðisverð er í hæstu hæðum? Búseti á rætur að rekja til þeirra sem voru í forsvari fyrir Leigjendasamtökin sem stofnuð voru 1978. Það eru einstaklingar sem áttu það sameiginlegt að hafa búið í Svíþjóð og höfðu kynnst sænska húsnæðiskerfinu og samtökum leigjenda. Við ræddum við framkvæmdastjóra félagsins, Bjarna Þór Þórólfsson í þættinum.
Síðustu mánuði hafa komið fréttir um dauða villta fugla víðs vegar um landið, einmitt þegar Covid var í rénun. Við sáum frétt á vef Skessuhorns.is þar sem fólki var ráðlagt hvað það ætti að gera ef það rekst á dauðan fugl, sem sagt leiðbeiningar frá MAST. Við könnuðum hver staðan er núna og fengum Brigitte Brugger, dýralækni hjá Matvælastofnun og sérfræðing í sjúkdómum alifugla, til þess að segja okkur frá stöðunni og einmitt hvað er best að gera í slíkum tilfellum. En það er sem sagt að tilkynna til MAST um slíkt: https://www.mast.is/is/abendingar-fyrirspurnir
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það er liggur núna stríður straumur ferðamanna til Vestmannaeyja og von á fleiri tugum skemmtiferðaskipa með erlenda túrista plús svo alla þá sem koma með Herjólfi. Magnús segir í póstkorti dagsins frá því þegar hann var munstraður til að fara með eina rútu af bandarískum eldri borgurum um Heimaey vegna skorts á leiðsögumönnum. Hann segir líka frá þjakandi skorti á þjónustufólki við Spánarstrendur þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í landinu.
_________________________________________
Tónlist í þættinum:
Stína Ó Stína / Öskubuskur (Árni Ísleifsson -Aðalsteinn Aðalsteinsson)
Hagi (Þorgrímur Jónsson höfundur og flytjandi)
Þar sem allt grær úr Litlu Hryllingsbúðinni, söngur Edda Heiðrún Backman. (Howard Ashman, Alan Mencken og Magnús Þór Jónsson).
Í huga mér / Brimkló. Erlent lag, textahöfundur Jón Sigurðsson.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners