Mannlegi þátturinn

Diddi og Ásgerður, Róbert verðlaunakokkur og veislumaturinn


Listen Later

Hjónin Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmaður, eða Diddi fiðla, og eiginkona hans Ásgerður Ólafsdóttir sérkennari ákváðu fyrir 10 árum að flytjast búferlum til Þýskaland og fylgja syni sínum og fjölskyldu en sonurinn, Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, hafði fengið vinnu við óperuhúsið í Saarbrucken. Þau fluttu svo til Berlínar fyrir tveimur árum. Diddi og Ásgerður hafa verið gift í rúm 50 ár, sögðu okkur frá því hvernig þau kynntust á Akranesi, þau sögðu okkur frá því þegar þau fluttu til Eyja og lentu í gosinu. Diddi sagði frá Stúdíó Stemmu, Ásgerður sagði frá sínu starfi í sérkennslu fyrir einhverfa. 15. apríl verður sérstök síðdegisstund með þeim hjónum í Hannesarholti, þar sem þau munu fara vítt og breitt yfir það sem á daga þeirra hefur drifið og eftir að hafa búið í Þýskalandi í tíu ár hafa þau frá ýmsu að segja varðandi samanburðinn á lífinu hér á Íslandi og í Þýskalandi.
Við töluðum svo við Róbert Ómarsson, 18 ára kokkanema á veitingastað í Osló sem er með Michelin stjörnu en hann gerði sér lítið fyrir og vann Masterchef Unge Talenter sjónvarpskokkakeppni í Noregi. Hann hefur búið í Noregi frá því hann var fjögurra ára og er nú á þriðja ári í kokkanáminu og þessi sigur í sjónvarpskeppninni sýnir að hann á framtíðina fyrir sér sem kokkur. Við hringdum til Osló í dag o fengum Róbert til að segja okkur frá þessari reynslu og lífinu í Noregi.
Já, þetta er síðasti vinnudagur flestra fyrir páskahátíðina og framundan eru fjölmargar fermingarveislur og allskonar veislur og við fengum fyrirspurnir frá nokkrum hlustendum um að endurtaka viðtal sem við áttum við veislusérfræðinginn og veitingahúsaeigandann Marenzu Poulsen sem hefur áratuga reynslu af því að halda veislur af öllu tagi af öllum stærðum og gerðum. Hún sagði frá því hvernig hægt er að reikna út rétta magnið af veigunum, hvenær er nóg af þeim í veislum og hvernig er best að bera fram það sem er í boð. Þetta er afskaplega fróðlegt spjall fyrir þá sem eru að fara að halda fermingarveislu eða útskriftarveislu eða bara veislu af hvaða tegund sem er.
Tónlist:
Segulstöðvarblús / Jóhanna Linnet (Sigurður Rúnar Jónsson og Þórarinn Eldjárn)
Gamla gatan / Jóhann Sigurðarson (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ)
Vor við sæinn / Sigrún Hjálmtýsdóttir (Oddgeir Kristjánsson og Árni úr Eyjum)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners