Föstudagsgestur, eða í rauninni fimmtudagsgestur, Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan og Grammy verðlaunahafinn Dísella Lárusdóttir. Við fengum hana til að segja okkur frá uppvaxtarárunum í Mosfellssveitinni, trompetferlinum, tónlistarfjölskyldunni, söngnáminu og svo söngferlinum. Dísella hefur sungið mikið í Bandaríkjunum, til dæmis við Metropolitan óperuna í New York og svo hlaut hún Grammy verðlaun nú fyrir skemmstu fyrir hlutverk sitt í óperu eftir Philip Glass. Og auðvitað komumst við ekki hjá því að ræða líka aðeins við hana um jólin og jólamat.
Matarspjallið í þetta sinn snerist að mestu um hefðir og venjur í jólamat. Mörg vilja halda fast í jólahefðir og vilja helst engu breyta í jólamatnum, á meðan öðrum finnst gaman að gera tilraunir og prófa nýjungar. Allt frá apsassúpu til forréttar sem skýrður er í höfuðið á Shrek.
Tónlist í þættinum í dag:
Litli tónlistarmaðurinn / Dísella Lárusdóttir (Freymóður Jóhannsson)
What Are You Doing the Rest of Your Life? / Dísella Lárusdóttir (Alan Bergman, Marylin Bergman og Michel Legrand)
You Make My Dreams (Come True) / Hall & Oates (Daryl Hall, John Oates og Sara Allen)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR