Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Gunnar Þorra Pétursson bókmenntafræðing um skáldsöguna Karamazov bræðurna eftir rússneska rithöfundinn Fjodor Dostójevskí en á dögunum var endurútgefin þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur á þessu mikla verki, þýðing Ingibjargar kom fyrst út á árunum 1990 og 1991 og hefur verið ófáanleg um langt árabil. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær leiðir Arnljótur Sigurðsson hugann að tónlist sem samofin er nokkrum tískudönsum sem náðu fótfestu víða um veröld. Snæbjörn Brynjarsson, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, fjallar í dag um "Úff, hvað þetta er slæm hugmynd" sem leikhópurinn PóliS sýnir í Tjarnarbíói. Einnig verður hugað í Víðsjá í dag að Hugarflugi, rafrænni ráðstefnu sem Listaháskóli Íslands heldur næstu daga og hefst í dag.