Mannlegi þátturinn

Drengir á jaðrinum, Crazy Puffin ferðaskrifstofa og Ólína um heilaheilsu


Listen Later

Í gærkvöldi var á dagskrá sjónvarpsins norska heimildarmyndin Drengir á jaðrinum, sem fjallar um reynslu 36 drengja í 10.bekk sem höfðu fundið sig illa í skólakerfinu og lífinu og voru flestir búnir að taka þá ákvörðun að fara ekki í framhaldsskóla. Þeir fengu tilboð um að fara í tveggja vikna skólabúðir, þétt skipulagðar. Símarnir voru teknir af þeim og þeir voru saman allan sólarhringinn í námi, leikjum, samtölum og fleiru. Kennararnir voru með þeim allan tímann líka. Það gekk á ýmsu, upp og niður en til að gera langa sögu stutta gjörbreyttu þessar tvær vikur þeirra viðhorfi til skólans og ekki síst til þeirra sjálfra og þeir allir enduðu með að fara í framhaldsskóla. Margrét Kristín Sigurðardóttir, tónlistarkona og kennari, hefur unnið talsvert með nemendum sem finna sig ekki í skólakerfinu sá myndina áður en hún var sýnd hér í sjónvarpi og hreifst svo mikið af henni að hún fór beint á fund í Menntamálaráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg til þess að kynna þetta úrræði fyrir þeim sem málið varða. Margrét kom í þáttinn í dag.
Við heyrðum svo í Birni Pálssyni, en hann rekur ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ferðum til landa sem eru ekki kannski þessi hefðbundnu sumarleyfisstaðir, en vissulega gríðarlega áhugaverð. Sýrland, Afghanistan, Yemen, Túrkmenistan, Máritanía, Írak, Alsír og fleiri staðir. Björn býr sjálfur á Sri Lanka, en er staddur á Akureyri, hvaðan hann spjallaði við okkur í dag.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði og eigandi Heilaheilsu, sem er þjónusta fyrir fólk með hugrænan vanda og heilaáverka. Ólína lenti í því sjálf sem fótboltakona að fá ítrekaðan heilahristing og fann ekki miklar upplýsingar um hvernig hún gæti náð bata eftir að hafa fundið fyrir sjóntruflunum, heilaþoku, langvarandi úthaldsleysi og þreytu. Hún segir mikilvægasta skrefið að gera allt til að róa taugakerfið og hvíla heilann vel gagnvart öllu áreiti en byrja þó fljótlega að hreyfa sig skynsamlega aftur til að fá blóðið af stað og mælir með stuttum göngutúrum til að byrja með. Huga þurfi að mataræði og forðast þekkta bólguvalda á borð við sykur, unnar matvörur, stýra streituvöldum og passa upp á svefn. Helga Arnardóttir ræddi við Ólínu Guðbjörgu á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Sumarlag / Stjórnin ( Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Söngur um lífið / Rúnar Júlíusson (Höfundur óþekktur, texti Þorsteinn Eggertsson)
Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners