Álhatturinn

Dularfullt andlát Kurt Cobain var ekki sjálfsvíg, heldur skipulagt morð


Listen Later

Ef þú ólst seint á síðustu öld þá manstu eflaust eftir söngvaranum Kurt Cobain og hljómsveit hans Nirvana. Fáar, ef einhverjar, hljómsveitir höfðu jafn mikil áhrif á tónlistarsmekk tíunda áratugarins og meðlimir sveitarinnar voru dýrkaðir og dáðir af síðhærðum unglingum í snjáðum gallabuxum um allan heim. 

Gruggið(e.grunge rock) tröllreið gjörsamlega  öllu á tímabili og þar fóru Nirvana svo sannarlega í fararbroddi. 

En frægðin og áreitið sem fylgdi í kjölfarið fór misvel í meðlimi sveitarinnar og fljótt fór að bera á orðrómum um mikla vímuefnaneyslu meðlima og þá sérstaklega söngvarns Kurt Cobain. Hann átti I stormasömu sambandi við Courtney Love sem var söngkona grugg sveitarinnar Hole og saman áttu þau eina dóttur að nafni Frances Bean Cobain. Að endingu gekk neyslan það langt að hann sá sér ekkert annað fært en að skrá sig í meðferð á Exodus meðferðarheimilið í Kaliforníu. En einungis degi síðar gengur Kurt út af meðferðarheimilinu og fer heim í bíl með æsku vini sínum sem hafði komið að sækja hann. 

Nokkrum dögum síðar finnst Kurt látinn í gróðurhúsi á heimili sínu, þar sem talið er að hann hafi fyrirfarið sér með hagglabyssu. Fljótlega runnu þó tvær grímur á fólk sem töldu afar ólíklegt að Kurt hafi þar sjálfur verið að verki. Benti fólk á þá staðreynd að gífurlega mikið magn af heróíni hafi mælst í blóði Kurt og að afskaplega ólíklegt þætti að hann hefði haft mátt í líkamanum til þess að hleypa af byssunni. Þá eru víst afar fátítt að fólk í heróín vímu skjóti sig og vilja einverjir álhattar jafnvel meina að Kurt sé eini maðurinn í sögunni sem hefur skotið sig í hausinn með hagglabyssu í heróín vímu. 

Þá hafa einnig stigið fram einstaklingar sem hafa sagt að Courtney hafi boðið þeim peninga fyrir að myrða Kurt en þessir  einstaklingar fundust svo afhausaðir á lestarteinum stuttu síðar. 

Sviplegur og óvæntur dauði Kristen Pfaff, bassaleikara Hole, berst einnig í tal og því velt fyrir sér hvort Courtney hafi mögulega einnig haft eitthvað með hann að gera, enda voru Kristen og Kurt milir og góðir vinir og neyslufélagar. Sem gæti hafa valdið öfund eða afbrýðissemi hjá Courtney. 

Þetta og margt margt fleira í þessum nýjasta þætti Álhattarins þar sem félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta fyrir sér þeirri lífseigu og afar áhugaverðu samsæriskeningu að Kurt Cobain hafi ekki framið sjálfsmorð árið 1994 heldur hafi hann verið myrtur.

HLEKKIR Á ÍTAREFNI

  • Soaked in Bleach - Kurt Cobain Murdered Documentary
  • The Last 48 Hours of Kurt Cobain
  • Kurt & Courtney heimildarmynd frá 1998
  • what Actually Happened To Kurt Cobain?
  • Did Allen Wrench Kill Kurt Cobain?
  • Did Courtney Love Kill Kurt Cobain? What Happened During His Final Days? 

Support the show

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

ÁlhatturinnBy Álhatturinn

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Álhatturinn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

479 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

151 Listeners

ILLVERK Podcast by Inga Kristjáns

ILLVERK Podcast

125 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

128 Listeners

FM957 by FM957

FM957

29 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

27 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

15 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners