Við ætlum að ræða um orkustjórnun og hvað er mikilvægt að halda hæfilegu jafnvægi milli hvíldar og áreynslu bæði í íþróttum og í hversdeginum. Við ætlum að ræða við mann sem kynntist því óvænt hve mikilvægt er að lifa ekki í of mikilli streitu. Hinrik Pálsson hefur leitt lyftingadeild Stjörnunnar, Kraftlyftingasamband Ísland og þjálfað unga sem aldna í kraftlyftingum. Hann segir frá því sem hann hefur lært af því að glíma við eftirköst covid og vera slegin út á hliðarlínuna í langan tíma.