Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Ástu Fanneyju Sigurðardóttur ljóðskáld um nýútkomna ljóðabók hennar, Eilífðarnón. Nýlistasafnið verður heimsótt en þar er svokallaður Ljósabasar starfræktur nú á aðventu. Ennfremur verður gripið niður í viðtal frá því á síðasta ári sem tekið var við Sigurð Guðjónsson myndlistarmann í tilefni þess að hann var þá valinn myndlistarmaður ársins á Íslandi, en í gær var tilkynnt um það að Sigurður yrði næsti fulltrúi Íslands á myndlistartvíæringnum í Feneyjum árið 2021. Og Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntagagnrýnandi rýnir í sagnasafnið Vetrargulrætur eftir Rögnu Sigurðardóttur.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.