Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Einar Bárðarson, formaður Votlendissjóðs. Einar hefur komið víða við og hefur vakið athygli alls staðar þar sem hann hefur komið við. Hann hefur verið kallaður umboðsmaður Íslands, hann hefur samið fullt af popplögum sem hafa náð vinsældum. Hann hefur unnið talsvert í sjónvarpi, hann hefur skrifað bók og fleira og fleira. Nú síðast hleypti hann af stokkunum hlaðvarpsþættinum Einmitt þar sem hann meðal annars ræðir umhverfis- og samfélagsmál. Það var um nóg að tala við Einar í dag þegar við rifjuðum með honum upp æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.
Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, kom svo til okkar í matarspjall og í dag ætlum við að tala um jólin, það er fyrsti í aðventu næsta sunnudag og við töluðum um smákökubakstur, rúsínukökur,hálfmána,sveskjutertu og hvernig maður sýður niður rauðkál.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég sé þig / Jóhanna Guðrún (Einar Bárðarson)
Síðasta sumar / Klara Einarsdóttir (Einar Bárðarson og Friðrik Karlsson)
Fyrrverandi / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON