Mannlegi þátturinn

Einstök börn, frisbígolf og langspilssmíði


Listen Later

Í kvöld verður heimildamyndin ?Einstök börn - fullorðnir; Sjaldgæfir sjúkdómar á Íslandi? sýnd í sjónvarpinu hér á RÚV. Myndin fjallar um stöðu fjölskyldna sem eiga börn með sjaldgæfa sjúkdóma á Íslandi. Hefur staðan breyst á 20 árum? Frásagnir þriggja foreldra varpa ljósi á þá þungu ábyrgð og litlu þjónustu sem foreldrar búa við á Íslandi, með tilheyrandi þunga og álagi fyrir foreldra og fjölskyldur einstakra barna. Myndin er hluti af árveknisátaki Einstakra barna sem ætlað að auka samfélagslegan skilning á stöðu mála og er kastaranum beint að foreldrum og fjölskyldum þessara barna. Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna kom í þáttinn og sagði okkur frekar frá myndinni og átakinu.
Nú eru 18 ár síðan fyrstu frisbígolfvellirnir voru settir upp hér á landi og Íslendingar kynntust þessari íþrótt. Í nýrri Gallup könnun kemur í ljós að 15% landsmanna (18 ára og eldri) spiluðu frisbígolf árið 2020 sem gerir um 45.000 manns. Keppendum hefur fjölgað mikið og þarf orðið að takmarka fjölda á mörgum mótum. Sem dæmi var þátttakan á síðasta Íslandsmóti tvöfalt meiri en árið á undan og allt útlit fyrir að áframhald verði á þessari aukningu. Í dag eru 70 folfvellir hér á landi og þúsundir spilara nýta þessa velli allt árið. Við ræddum við Birgi Ómarsson formann frisbígolfsambandsins í dag um íþróttina og nýjan alþjóðlegan keppnisvöll sem er á teikniborðinu.
Margrét Blöndal hélt áfram að flakka um Suðurland og að þessu sinni heyrðum við af verkefni sem nemendur í 5. bekk Flóaskóla eru að vinna að með tónmenntakennaranum sínum Eyjólfi Eyjólfssyni. Verkefnið kallast Langspilssmíðaverkefnið og gengur út á það í stuttu máli að nemendurnir smíða sér langspil og læra svo að leika á það. Eyjólfur sem er klassískur söngvari að mennt heillaðist af langspilinu fyrir nokkrum árum og árið 2018 hófst hann handa að smíða langspil með grunnskólanemendum í Flóaskóla. Þessi smíði sameinar margar kennslugreinar eins og handverk, stærðfræði, eðlisfræði, sögu, íslensku og tónmennt og þegar Margrét hitti Eyjólf og nemendurnar á dögunum voru þau í Fab-labinu á Selfossi að gera hljómgöt fyrir langspilin sín.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners