Sérfræðingur Mannlega þáttarins í dag var Elísabet Reynisdóttir næringafræðingur og næringaþerapisti. Eftir erfið veikindi fór hún til Danmerku að læra næringaþerapíu í rauninni til að bjarga sjálfri sér eins og hún segir sjálf. Eftir að hún kom aftur til Íslands lærði hún næringarfræði í H.Í. ogkláraði þar master í næringarfræði. Hún hefur lagt áherslu á lífsstílstengda sjúkdóma og næringu og hún segir að hún hafi uppgötvað í starfi sínu hvað andlegi þátturinn er mikilvægur þegar kemur að heilsutengdum ákvörðunum. Elísabet sagði okkur sína sögu og frá starfi sínu í fyrri hluta þáttar og í síðari hlutanum svaraði hún spurningum sem hlustendur sendu inn í netfang þáttarins
[email protected]