Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í jólafrumsýningu Þjóðleikhússins. Ellen B. er nýtt verk eftir þýska leikskáldið Marius von Mayenburg í leikstjórn Benedicts Andrews. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í þríleik, sem fjallar um samskipti nútímafólks, ástina og valdið.
Einnig verður rifjuð upp umfjöllun frá upphafi árs, en myndlistarárið hófst með stórglæsilegri yfirlitssýningu á verkum Birgis Andréssonar. Eins langt og augað eygir kallaðist þessa umfangsmikla sýning sem tók yfir nær alla Kjarvalstaði. Heill þáttur var lagður undir sýninguna í febrúar, þar sem rætt var við aðstandendur sýningarinnar, og fundið til efni tengt Birgi úr safni Ríkisútvarpsins. VIð flytjum hluta úr umfjölluninni í þætti dagsins.