Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var söngkonan Ellen Kristjánsdóttir. Á morgun verða afmælis- og ferilstónleikar hennar í Háskólabíói og það er langur og farsæll ferill að baki. Með henni á sviðinu verður stór hópur af frábæru tónlistarfólki sem hefur fylgt henni í gegnum ferilinn. Við spjölluðum við hana um lífið og tilveruna, uppvaxtarárin og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn sagði hún frá veitingastað í Kaupmannahöfn og það að fara á veitingastað sem einhver hefur sérstaklega mælt með. Oft standa þessir staðir undir væntingum, en það er óhjákvæmilegt að verða líka stundum fyrir vonbrigðum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON