Mannlegi þátturinn

EMDR meðferð, Stockfish stuttmyndir og veðurspjallið


Listen Later

Við höfum fjallað talsvert undanfarið í þættinum um áföll og afleiðingar áfalla og áfallastreitu og meðferðarúrræði. Í þeim umræðum, við sálfræðinga og sérfræðinga í úrvinnslu og greiningu áfalla hefur EMDR meðferð oft verið nefnd. En hvað er EMDR meðferð? Dr. Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um EMDR meðferðir.
Helena Jónsdóttir leikstjóri, dansari og listakona kom svo í þáttinn, en hún hefur sett saman dagskrá alþjóðlegra stuttmynda fyrir Stockfish kvikmyndahátíðina sem verða sýndar 23. mars til 2. apríl víðs vegar um borgina. Helena hefur nýverið gengið í gegnum missi á eiginmanni, móður, systur og bestu vinkonu á tiltölulega stuttum tíma, en listin hefur sannarlega verið henni stuðningur í þessu ferli. Stuttmyndirnar sem hún valdi á hátíðina hafa til dæmis haft sömu áhrif á hana eins og hughreystandi ljóð eða bók.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í sitt vikulega veðurspjall. Hún sagði okkur frá alþjóðlega veðurfræðideginum sem er á fimmtudaginn og svo sagði hún einnig frá nýrri skýrslu í loftslagsmálum frá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
Tónlist í þættinum í dag
Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange, texti Björn Bragi Magnússon)
Ástarsæla / Júníus Meyvant (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)
Jón á Gili / J.M. kvartettinn og Steinunn Bjarnadóttir (Reg Connelly, Frederick Hollander, Böðvar Guðmundsson)
Söngur fjallkonunnar / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners