Víðsjá

Enquist, Shirley Jackson, Faludi, Richter


Listen Later

Sænski rithöfundurinn Per Olov Enquist andaðist á laugardag, 85 ára að aldri. Enquist var einn þekktasti rithöfundur Svía, ferill hans spannaði ríflega hálfa öld, hann skrifaði skáldsögur, leikrit og kvikmyndahandrit og starfaði einnig sem menningarblaðamaður. Enquist var margverðlaunaður, hlaut meðal annars Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1969 fyrir heimildarskáldsöguna Málaliðana. Rætt verður við Pál Valsson bókaútgefanda og bókmenntafræðing um Per Olov Enquist og verk hans í Víðsjá í dag. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um nýlega ævisögu bandaríska rithöfundarins, Shirley Jackson, og ræðir í því samhengi um menningarlega niðursetningu hrollvekjunnar og aðþrengda stöðu hinnar skrifandi konu um miðbik síðustu aldar. Þórdís Gísladóttir rithöfundur sendir hlustendum fyrsta pistil sinn í röð um forvitnilegar bækur sem eru ævisögulegar í eðli sínu. Þórdís fjallar í dag um bókina Í myrkraherberginu sem bandaríski höfundurinn Susan Faludi skrifaði um föður sinn og samband þeirra tveggja, en faðir hennar hvarf úr lífi hennar í áratugi og þegar þau hittust á ný var hann búinn að láta leiðrétta kyn sitt. Einnig verður í Víðsjá í dag hugað að sýningu á verkum þýska listamannsins Gerhards Richter í Metropolitan safninu í New York, en þó að safnið sé lokað þessa dagana er hægt að kynna sér verk listamannsins á vefsíðu safnins. Og hlustendur þáttarins heyra að venju ljóð fyrir þjóð.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

91,010 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

16 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners