Mannlegi þátturinn

Er lagasetning lausnin? Öndunarfærasýking hjá hundum og Anna Hafþórs


Listen Later

Í þriðju bylgju #MeToo hér á landi hafa þolendur stigið fram undir nafni og jafnvel nafngreint ofbeldismenn sína. Af þeim frásögnum sem heyrst hafa undir myllumerkinu hafa vaknað spurningar um það úr hvaða jarðvegi bylting eins og þessi sé sprottin. Tekur lagaumgjörðin á Íslandi ekki mið af veruleika þolenda kynbundins ofbeldis? Virkar réttarkerfið ekki sem skyldi fyrir þolendur kynferðisofbeldis? Er þolendum heimilt samkvæmt lögum að skila skömminni með þessum hætti? Þessar spurningar verða ræddar á málþingi sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík næsta fimmtudag, 20. Janúar. Dr. María Rún Bjarnadóttir mun á þinginu flytja erindið Er lagasetning lausnin? Með undirtitlinum Um sögulegan kynjahalla í réttarvernd og birtingarmyndir í nútímanum. María kom í þáttinn í dag og sagði frá.
Matvælastofnun hefur nýlega fengið tilkynningar um að á höfuðborgarsvæðinu hafi undanfarið verið, óvanalega mikið um hóstandi hunda og lítur út fyrir að um sýkingu sé að ræða sem berst auðveldlega og hratt milli hunda. Matvælastofnun hefur í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans að Keldum sett af stað rannsóknarverkefni til að reyna að finna út úr því hvað gæti verið að valda þessum hósta. Við fengum Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, dýralækni gæludýra og dýravelferðar hjá MAST til þess að koma í þáttinn og segja okkur frekar frá þessu í þættinum í dag.
Og að lokum fengum við Önnu Hafþórsdóttur, leikkonu, handritshöfund og forritara, sem nýlega bætti við sig enn einum starfstitlinum, skáldsagnahöfundur, þegar hún gaf út sína fyrstu bók Að telja upp í milljón. Sagan var önnur tveggja bóka sem bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins 2021 en áður hefur Anna sent frá sér smásögur og ljóð. Söguþráður bókarinnar Að telja upp í milljón hverfist um brotna fjölskyldu þar sem saman spinnast flókin fjölskyldutengsl, áföll og samskiptaleysi, en ástin kemur þó líka við sögu. Við ræddum við þúsundþjalasmiðinn Önnu um ritstörfin og sitthvað fleira í dag.
UMSJÓN ÞORGERÐUR ÁSA AÐALSTEINSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners