Þetta helst

Er verðlaunafé ógn við Ólympíuandann?


Listen Later

Fyrir hvert Ólympíugull í frjálsum íþróttum í París í sumar ætlar alþjóða frjálsíþróttasambandið að greiða sem nemur sjö milljónum króna í verðlaunafé. Þetta verður í fyrsta sinn sem íþróttafólk fær greitt fyrir verðlaun á Ólympíuleikum. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Alþjóða Ólympíusambandinu og ðrum alþjóðlegum íþróttasamböndum.
Aðeins verður greitt fyrir gullverðlaun, og aðeins í frjálsum íþróttum.
Alþjóða frjálsíþróttasambandið er eina íþróttasambandið sem hefur tekið ákvörðun um að veita verðlaunafé á leikunum. Hvorki Alþjóða Ólympíusambandið né önnur alþjóðleg íþróttasambönd sem taka þátt í leikunum voru með í ráðum.
Sebastian Coe, formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins, hefur þurft að verja þessa ákvörðun. Hann segir að peningaverðlaunin séu til að sýna afreksfólkinu að þeirra framlag til leikanna skipti máli, að þeirra hlutverk í að tryggja velgengni Ólympíuleikanna sé mikils metið. Það sé jú íþróttafólkið sem trekki að, geri leikana að því sem þeir eru, og því skyldi það ekki fá hlutdeild í tekjunum sem Ólympíuleikarnir skapa.
Verðlaunafé tíðkast á mörgum íþróttamótum, en í 128 ára sögu nútíma Ólympíuleika hafa aldrei áður verið veitt peningaverðlaun.
Rætt er við Hafrúnu Kristjánsdóttur íþróttasálfræðing og Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamann.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Þetta helstBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

3 ratings


More shows like Þetta helst

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

465 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

224 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

29 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners