Við byrjuðum þáttinn í dag, eins og aðra fimmtudaga og mánudaga á því að senda út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna. Þátturinn var því styttri sem því nemur.
Þar sem það er fimmtudagur þá kom sérfræðingur í þáttinn til okkar og í þetta sinn var það aftur Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefni og svefnvandamálum. Hún var líka sérfræðingur Mannlega þáttarins í síðustu viku, en þá var efnið alls ekki tæmt, við ákváðum því að fá hana aftur í þessari viku. Sem var eins gott, því hlustendur voru duglegir við að senda okkur spurningar og Erla gerði sitt besta til þess að komast í gegnum þær allar. Spurningarnar fjölluðu meðal annars um kæfisvefn, leiðréttingu á klukkunni, svefnlyf, dagsljósalampa, melatónín og almenn svefnvandamál.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR