Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona. Hún er nýkomin aftur til landsins eftir að hafa tekið þátt í undankeppni Eurovision í San Marino. Yfir þúsund sendu inn lög í keppnina og hún komst í gegnum fyrstu síu og í undanúrslit. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í undankeppni fyrir Eurovision því það hefur hún gert margoft hér á landi. Við fórum með henni aftur í tímann og hún sagði okkur frá uppvaxtarárunum fyrir norðan, söngnum og söngnáminu, flutningnum suður, söngferlinum og auðvitað þessu ævintýri í San Marino.
Sigurlaug Margrét kom svo til okkar í matarspjall og þar var rætt um kaffi. Franskt kaffi, ítalskt kaffi, kaffi á Íslandi í gegnum tíðina, kaffisull, biscotti, matarkex og margt fleira.
Tónlist í þættinum í dag:
Á Akureyri / Svanfríður (Óðinn Valdimarsson)
Your Voice / Erna Hrönn Ólafsdóttir (Arnar Ástráðsson og Erna Hrönn Ólafsdóttir)
Húmar að kveldi / Erna Hrönn Ólafsdóttir og Pálmi J. Sigurhjartarson (Stephen C. Foster og Jón frá Ljárskógum)
Kaffi til Brasilíu / Stefán Hilmarsson og Milljónamæringarnir (Hillard, Miles og Stefán Hilmarsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR