Föstudagsgesturinn okkar í þetta sinn var Erna Indriðadóttir fyrrum fréttamaður og eigandi og ritstjóri vefritsins Lifðu núna. Hún er fædd á Akureyri og ólst upp í Laugarneshverfinu í Reykjavík, en hefur búið víða, þar á meðal í Lundi í Svíþjóð, Seattle í Bandaríkjunum og á Reyðarfirði. Erna lærði samfélagsfræði í Svíþjóð og stjórnsýslufræði (MPA) í Bandaríkjunum og hefur unnið við fjölmiðla meginhlutann af starfsævinni. Hún á og rekur Lifðu núna, vefsíðu þar sem fjallað er um líf og störf eldra fólksins í landinu, sem telur tugi þúsunda og markmiðið er að gera það sýnilegra.
Sigurlaug Margrét kom til okkar í dag með sitt vikulega matarspjall. Í þetta sinn bauð hún uppá bragðið af jólunum, þegar piparkökur fara í fyrsta sæti og og eru settar í allskonar hluti, ís, súkkulaði, kaffi gráðost o.fl. Hún hringdi í Albert Eiríksson og hann fræddi okkur um piparkökur og piparkökuuppskriftir.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON